Exhibitions

echo follows song – Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

echo follows song
Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

opnun laugardaginn 4. maí kl. 16

echo follows song er dúósýning myndlistarmannanna Ástríðar Jónsdóttur og Önnu Niskanen, þar sem ný verk eru unnin í kór: prentverk og teikningar sprottnar af samverustundum.

4.–19.5.2024 í Grafíksalnum
opnun 4.5. 16–18
opið fim–sun 14–18

English below:

echo follows song
Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

vernissage on Saturday May 4th at 4pm

echo follows song is a duo exhibition by visual artists Ástríður Jónsdóttir and Anna Niskanen, presenting new works created in canon: prints and drawings springing from time spent together.

May 4th– May 19th 2024 at Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17 (Harbour side)
Opening May 4th – 4pm – 6pm
Opening hours from Thursday–Sunday 2pm– 6pm

“Uppáhelling fyrir sæfarendur” – Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu 12. 4. – 28. 4. 2024.

Föstudaginn 12. apríl næstkomandi opnar Guðbjörg Lind sýninguna “Uppáhelling fyrir sæfarendur” í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Steinunn G. Helgadóttir segir í texta um sýninguna: „Í list myndlistarkonunnar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur dvelur lognið í miðju skarkalans, síbreytilegur friður þar sem allt er náttúra og náttúran er allskonar og aldrei alveg kyrr. Við skynjum friðinn í birtuslæðu á haffletinum, viðsjárverðum öldutoppum, þoku-bakka við sjóndeildarhringinn, ljósaskiptum, formföstum hringjum sjóeldiskvía og yfirgefna bátnum sem bíður í flæðarmálinu eins og heimþrá. Friðurinn býr líka í kaffistellunum á gólfinu. Þau eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð, bollarnir jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra líka varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast. Kyrrðin verður að performans.“

Guðbjörg Lind er fædd á Ísafirði 1961. Hún á að baki margar einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún býr og starfar að list sinni í Reykjavík og á Þingeyri. Verk hennar eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.

Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 – 17. Öll hjartanlega velkomin.

Upprisa konunnar – Hulda Vilhjálmsdóttir

             UPPRISA KONUNNAR: HÚN ANDAR; DÆSIR, BROSIR OG HLÆR

                      Hulda Vilhjálmsdóttir í Sal Íslenskrar grafíkur

Opnun fimmtudaginn 21. mars kl 17 til 19. Opið virka daga kl. 15-18. Helgar kl. 14-17. Lokað á mánudögum.

Þegar Kristján Davíðsson kenndi við Myndlista-og handíðaskólann forðum daga hafði hann orð á sér fyrir að vera ekki mjög afskiptasamur leiðbeinandi. Hann var spar á ábendingar, og vildu nemendur ekki hlíta ráðum hans, fengu þeir að hafa sína hentisemi óáreittir. Því kom það flatt upp á marga þeirra þegar kennarinn gaf sig sérstaklega að einum nemanda, stelpuskotti sem við fyrstu sýn virtist ekki eiga mikið undir sér. Hann fylgist grannt með vinnubrögðum hennar og bauð henni á endanum heim á vinnustofu sína. Þar leysti Kristján hana út með teikningu, sem hún er enn með uppihangandi á heimili sínu. 

Mér segir svo hugur að Kristján, með sitt háþróaða myndnæmi, hafi verið með þeim fyrstu til að koma auga á hæfileika Huldu Vilhjálmsdóttur, sem sannað hefur hvað eftir annað að hún er listmálari fram í fingurgóma. Ekki ósvipað og Kristján sjálfur. En kennarinn og nemandinn eru ólíkir listamenn. Meðan Kristján er fyrst og fremst túlkandi hins alltumlykjandi lífskrafts, élan vital, eins og hann birtist í síbreytileika náttúrunnar, þá smíðar Hulda sér ævintýralega og mjög persónulega myndveröld úr öllum blæbrigðum tilfinninganna, jafnt himinlifandi hamingju sem dýpsta svartnætti, og fyllir hana með því fólki og fyrirbærum sem hún hefur velþóknun á. Hins vegar eiga þau Kristján og Hulda það sammerkt, eins og ég hef ýjað að annars staðar, að þeim er báðum fyrirmunað að mála myndir sem ekki hreyfa við okkur áhorfendum á einhvern hátt, þökk sé meðfæddum skilningi þeirra á áhrifamætti litrófsins.

Þær myndir Huldu sem hér eru sýndar eru sem endranær gerðar af óvenjulegri hind: olíulitirnir eru á víxl gegnsæir og gegnþéttir, safaríkir eða skraufþurrir. Pensildrættir eru ýmist breiðir og kraftmiklir eða fíngerðir eins og köngulóarvefir. Sums staðar eru litir hennar yfirþyrmandi drungalegir, eða þeir ljóma af leikgleði. Þar sem eitthvað skortir á gáskann tekur Hulda sig til og býr til breiður af fjólubláum doppum eða örmynstrum til að gleðja augað. Í þeim tilfellum þar sem myndir hennar virðast barnslegar eða handahófskenndar, er listakonan á meðvitaðan hátt að virkja þá bernsku sköpunargleði sem okkur er öll ásköpuð.

Myndveröld Huldu er að stórum hluta reynsluheimur kvenna. Konurnar sem birtast svo iðulega í myndum hennar eru ýmist upphafnar sjálfsmyndir, ímyndaðar konur sem listakonan vill eiga orðastað við eða minningar um konur sem hún hefur einhvern tímann fyrirhitt. Þetta eru konur sem ljóma af feimnislegum kynþokka, íklæddar engu nema slegnu hári sínu og fíngerðu skarti: perlufestum og armböndum, sem listakonan hefur unun af að útlista. Og atburðarrásin í myndum Huldu gengur oft út á einhvers konar núning milli heims þessara kvenna og heimsins hið ytra; tilraunir þeirra til að yfirstíga þær takmarkanir sem hin ytri heimur setur þeim. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að á þessari Páskasýningu skuli Hulda framar öðru vilja halda upp á upprisu konunnar, eiginlega og óeiginlega, í allri sinni margþættu líkamlegu dýrð.

Aðalsteinn Ingólfsson

Brugg

Sýningarhópurinn við hlöðuna í Mývatnssveit árið 2009.

Myndlistarsýningin Brugg verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) á alþjóðlegum baráttudegi kvenna föstudaginn 8. mars 2024, kl. 16. Sýnendur eru: Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttur frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningin er haldin í tilefni þess að hópurinn fagnar á þessu ári tveggja áratuga sýningarafmæli. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sýningarhald hópsins hófst 17. júní 2004, á 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins, og næsta áratuginn lögðu listamennirnir land undir fót og héldu níu sýningar í sex sveitarfélögum og tveimur löndum. Sýningarstaðirnir voru með ævintýralegasta móti: fyrrum ullarverksmiðja á Álafossi, gömul hlaða í Reykjahlíð við Mývatn, yfirgefnar verbúðir og síldarverksmiðja í Ingólfsfirði á Ströndum, Síldarminjasafnið á Siglufirði, hrumt verslunarhús á Þingeyri og tómt samkomuhús á Stokkeyri – en hópurinn hefur gjarnan sóst eftir því að sýna í óvenjulegu húsnæði á sérstökum stöðum og hefur menning, saga og náttúra staðanna verið veigamikill þáttur í merkingarsamhengi sýninganna. Sýningarnar voru kenndar við íslenska lýðveldið: lækinn, vatnið, fjörðinn, eyrina, planið, fjöruna – og strætið þegar hópurinn sýndi á mölinni; í húsi Sambands íslenskra myndlistarmanna í Hafnarstræti í Reykjavík. Lokasýningin, Lýðveldið í Höfn, var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sjötugasta afmælisári íslenska lýðveldisins. Samfara sýningarhaldinu var gefin út þríþætt sýningarskrá. Sýningarverkefnið var styrkt af Hlaðvarpanum – Menningarsjóði kvenna á Íslandi, Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar, Menningarráði Vestfjarða, Menningarráði Suðurlands og af Myndstefi.

Árið 2016 efndi hópurinn til nýrrar sýningarraðar, fyrst með sýningunni Brjóstdropar í Nesstofu á Seltjarnarnesi og svo með Mixtúru á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum sem opnuð var á kvenréttindadeginum, hátíðis- og baráttudegi kvenna á Íslandi, þann 19. júní 2020. Nú er komið að því að brugga ljóða slag, svo vitnað sé í Látra-Björgu, að hætti myndlistar með sýningunni Brugg, á 80 ára afmælisári íslenska lýðveldisins.

Vaxi mugga og vindurinn
vil ég brugga ljóða slag
sigli dugga ein hér inn
oss að hugga nú í dag.

Opnunartími sýningarinnar er fimmtudaga til sunnudaga frá 8. til 17. mars, kl. 14-18, eða eftir pöntun. Gengið er inn í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin. Nánari upplýsingar í síma: 692 9048.

Ýmislegt – Miscellaneous Elvar Örn

Verið velkomin á sýninguna “Ýmislegt” laugardaginn 10. febrúar milli 14:00 og 17:00 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Þar mun listamaðurinn Elvar Örn sýna úrval af verkum úr tveimur seríum, einlitun og abstrakt málverkum þar sem hann glímir við liti og form.

Listamannaspjall verður laugardaginn 17. febrúar kl 14:00. Þar mun hann fara yfir verkin á sýningunni ásamt því að kynna ljósmyndaverkefnið, “Story From My Village” sem hann hefur unnið að á Grænlandi síðustu 2 ár.

Opnunartími:

Þriðjudagar til sunnudaga 14:00 – 17:00 Fimmtudagar 16:00 – 18:00

Sýningin stendur til 25. febrúar.

Welcome to the exhibition Miscellaneous. The opening will be next Saturday, February 10th, between 14:00 and 17:00 at Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17 (Harbour side)

The artist Elvar Örn will showcase a selection of works from two series, monochromatic and abstract paintings that explore the nuances of color and form. Artist talk will be on Saturday February 17th at 14:00. There he will review the works at the exhibition and also introduce the photography project “Story From My Village” that he has been working on in Greenland for the past 2 years.

Opening Hours:

Tuesdays – Sundays 14:00 – 17:00.   Thursdays 16:00 – 18:00.

The exhibiton will be open until the 25th of February.

Safnanótt/ Vetrarhátíð

Listamaður Grafíkvina 2024

Gíslína Dögg Bjarkadóttir – “Dagdraumar”

Verkið „Dagdraumar“ er tileinkað öllum þeim draumum sem bærst hafa innra með konum í gegnum tíðina og allra þeirra tækifæra sem ekki urðu að veruleika.

Í verkum sínum hefur Gíslína aðallega verið að vinna með konur og vísa verk hennar til þeirra fjölmörgu kvenna, sem í gegnum aldirnar hafa unnið sín mikilvægu störf í hljóði.  Segja má að um sé að ræða óð til allra þeirra nafnlausu kvenna sem sköpuðu söguna, listina og lífið.  Þessar konur tengdu lífskeðju kynslóðanna saman, lifðu sem nafnlausar hversdagshetjur og eru gleymdar flestu fólki í dag. 

Gíslína Dögg Bjarkadóttir(1975) er fædd og uppalin á Akureyri, en hefur búið í Vestmannaeyjum síðan 2006.  Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 í textíl- og fatahönnun og hefur einnig lokið kennsluréttindum í listgreinum fyrir grunn- og framhaldsskóla.  Gíslína hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar hérlendis.  Hún var útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014. Frá árinu 2018 hefur Gíslína einbeitt sér meira að grafíkinni, en þó hefur málverkið átt stóran sess í verkum hennar í gegnum tíðina auk þess sem hún hefur verið með gjörninga og innsetningar.
Gíslína er félagsmaður í SÍM og ÍG.   www.gislina.is     

Titill: Dagdraumar 

Aðferð: Photopolymer æting 

Pappír: Fabriano, Rosaspina 220 gr. hvítur 

Litur: Intaglio etching ink, shop mix soft black 

Myndflötur: 13.6 x 13.6 sm 

Stærð pappírs: 21 x 25 sm 

Upplag: 80 þrykk          

The Annual Museum Eve/ Winter Lights Festival

IPA Friends Artist 2024 :

Gíslína Dögg Bjarkadóttir  – “Daydreams”

      

The work “Daydreams” is dedicated to all the dreams that have been held within women throughout time and all the opportunities that did not come true. 

In her work, Gíslína has mainly been working with women and refers her work to the many women who over the centuries have done their important work in silence. It can be said that it is an ode to all the anonymous women who created history, art and life. These women connected the chain of life of the generations together, lived as anonymous everyday heroes and are forgotten by most people today. 

Gíslína Dögg Bjarkadóttir (1975) was born and raised in Akureyri, but has lived in Vestmannaeyjar since 2006. She graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2004 in textile and fashion design and has also completed teaching qualifications in arts for primary and secondary schools. Gíslína has participated in numerous group exhibitions in Iceland and abroad and held several solo exhibitions in Iceland. She was honor award artist of Vestmannaeyjar in 2014.  

Since 2018, Gíslína has focused more on graphics, but painting has had a big place in her work throughout the years, as well as she has had performances and installations. 

Gíslína is a member of Association of Icelandic Visual Artist and the Icelandic Printmakers Association. 

http://www.gislina.is  

Title: “Daydreams”

Method: Photopolymer gravure printing 

Paper: Fabriano, Rosaspina 220 gr. White 

Color: Intaglio etching ink, shop mix soft black 

Image area: 13.6 x 13.6 cm 

Paper size: 21 x 25 cm 

Edition: 80 prints 

POP-UP LISTAMARKAÐUR

Íslensk grafík býður þér á POP-UP markaði í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin).

Opnunartími er miðvikudag til sunnudags kl. 14:00-18:00.

Tilvalið að kíkja við í jólagjafaleiðangri 🎁

Anna G. Torfadóttir, Daði Guðbjörnsson, Fríða María Harðardóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Irene Jensen, Kristín Pálmadóttir, Margrét Birgisdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Rán Jónsdóttir og Valgerður Hauksdóttir.

Hjartanlega velkomin!

“svigRúm” – Kristín Reynisdóttir

Kristín Reynisdóttir opnar sýninguna SvigRúm í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) föstudaginn 17. nóvember frá 17-19. Verið hjartanlega velkomin.

Opnunartími: föstudagar til sunnudaga 14:00 – 17:00 fimmtudagar 16:00 – 18:00. Sýningin stendur til 3. desember 2023. Listamannaspjall: Sunnudaginn 19. nóvember kl.15:30 Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir mætir og spjallar um verkin á sýningunni.

Kristín Reynisdóttir will be opening her exhibition SvigRúm in Íslensk Grafík – The Icelandic Printmakers Association next Friday, November 17th at 17:00-19:00. Opening Hours: Fridays – Sundays 14:00 – 17:00 Thursdays 16:00 – 18:00. The exhibition will be open until the 3rd of December 2023 Grafíksalurinn, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17 (harbour side).

Kristín hefur tekið þátt í sýningum bæði hérlendis og erlendis. Verk Kristínar eru oft innsetningar í rýmum, sem bæði taka á viðkomandi stað og taka til sameiginlegra mannlegra þátta með vísan til upplifunar og tilfinninga. Kristín velur efni í verk sín með hliðsjón af getu þeirra til að miðla merkingu.-Guja Dögg-